Fyrir allmörgum árum átti ég allt lífið framundan. Var á góðum stað í lífinu og gerði allt sem mig langaði , var að klára rafvirkjan, var í flugnámi og sá fram á ljúka því á næstu misserum og myndi svo vinna við mitt helsta áhugamál, það er flugið. En nei ekki fór nú svo, í þann mund sem ég var að klára flugnámið þá hrundi hinn perfekti heimur. Ég greindist með sykursýki og missti heilbrigðisvottorðið sem þarf að fylgja flugskírteininu og þar með var flugdraumurinn úti.
En ég hafði plan B nú átti að nýtta rafvirkja menntunina sem og ég gerði í c.a 14 ár. Á þessum 14 árum gekk heilmikið á, ég hafði hugan að miklu leyti við flugið, hélt mer í tengslum við það sem var að gerast þar setti á stofn Flugsíðuna sem var frétta tengd flugsíða, lénið er reyndar en virkt en síðan er í rusli í dag og þarfnast yfirhalningar. Plan B virkaði fínt, og rafvikjunin passaði bara ágætlega með mínum heilsu vandamálum, þó það væru hellings vandamál sem maður þurfti að tækla í daglegu lífi, einnig naut ég þess að vinna við rafvirkjun, fag sem býður upp á mikla möguleika.
En svo kom að því að ég fór að huga að meira námi svo ég hélt áfram innan fluggeirans og tók flugumsjónarmanninn bara vegna áhugasviðsins og í framhaldi af því tók ég Raffræðinginn, Iðnfræðinginn og smá viðbót ofan á það nám.
Á þessum tímapunkti tók ég að mér að stýra raflagnavinnu í einu af stærstu húsum Íslands. Að því verki loknu fannst mér kominn tími á annað sem lengi hafði blundað í mér að flytja erlendis og skoða grasið þar(átti alls ekki von á að það væri endilega neitt betra þar en á Íslandi) svo árið 2010 daginn sem Eyjafjallajökull byrjaði fór ég upp í flugvél áleiðis til Noregs, vélinn var fulla af fréttafólki sjónvarpsstöðvana enda stórfrétt að fæðast, þeim til mikilar armæðu var gosið en ekki komið í gegnum jökulinn er við flugum yfir og því lítið að sjá, en við lendingu í Oslo var lítið annað að sjá á skiltum flugvallarins en að öllu flugi hefði verið frestað eða aflýst vegna eldgosins, þess vegna held ég því alltaf fram að þarna hafi verið um síðasta flug frá Íslandi að ræða.
Í nýju landi tóku við ný ævintýri, fyrirtækið sem ég réði mig upprunalega til var rekið af íslendingi og norðmanni voru þeir allir af vilja gerðir og fínir atvinnuveitendur, en laun komu alltaf of seint og kendu þeir bankanum um. En bankinn millifærir víst ekki laun starfsmanna af tómum reikningi, en þeir borguðu þó alltaf en voru iðulega um viku of seinir, því fór það svo að ég ákvað að yfirgefa þá, í dag gengur þeim bara vel og fyrirtækið komið yfir sína byrjunarörðugleika og allt virðist í góðum sving, næsta fyrirtæki sem ég réði mig til reyndist vera fullt af útlendingahatri og það líka í garð litla íslendingsins svo ég ákvað að láta mig hverfa þaðan líka og þakka ég mínum sæla fyrir þá ákvörðun því eftir það réði ég mig til flotts fyrirtækis þar sem vel var tekið á móti manni og starfsmenn og yfirstjórn kom vel fram við mig. Oft varð ég var við að þegar ég kom í heimahús eða fyrirtæki að fólk var með smá fordóma gagnvart útlendingnum en það breytist nánast alltaf undantekningarlaust þegar fólk komst að því ég væri íslendingur.
Eitt skemmtilegasta dæmið var er ég var við vinnu í heimahúsi hjá eldri norskri konu(c.a 85+) ef ég reyndi að tala við hana snéri hún sér undantekningarlaust að norðmanninum sem var með mér og spurði hann hvað útlendingurinn væri að reyna að segja hún virtist aldrei skilja neitt eða vilja heyra neitt sem ég sagði, svo hringir síminn og íslenkur félagi minn í noregi er á hinum enda línunar og ég tala stuttlega við hann meðan ég er að skrúfa þarna í rafmagnstöflunni og á sama tíma gengur konan framhjá, stoppar og hikkar mikið og um leið og ég legg á síman þá spyr hún hvort ég sé íslenskur, ég játti því og viðmót konunar gerbreyttist hún skildi allt sem ég sagði og vildi bara tala við mig eftir það og hætti þá að skilja norðmanninm, einnig kom hún með gríðarlega stóra og þykka úrklippu bók með úrklippum um forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson en þó voru flesstar úrklippurnar af blaða umfjöllun allstaðar af úr heiminum að hinni falegu konu og flottu forseta frú Guðrúnu Katrínu konu Ólafs, þessi norska kona hélt mikið upp á hana og sagði hana flottustu forseta frú heimsins og líkti henni við Díönnu prinssesu. að lokum kom hún með alla söguna um Ólafíu íslenska konu sem hjálpaði norskum konum hér í den og er stytta af þessari frægu Ólafíu við akerselva í oslo.
En að lífinu að nýju, 4 ár liðu með hér í noregi annskoti fljótt, en þau voru viðburðarík um það verður ekki deilt. Stuttu eftir að ég flutti til noregs kynntist ég yndislegri konu, Marivena Marcial og eftir stutt kynni ákváðum við að gifta okkur(frábær ákvörðun það), í brúðkaupsferð(sept-okt 2011) fórum við til heimalands hennar Filipseyja og var það hreint mögnuð ferð, tala meira um þá ferð seinna. nokkrum mánuðum síðar eða 22.mai 2012 kom í heiminn yndislegur drengur Jens Matthew að nafni sonur okkar hjóna, þessi drengur er hreint út sagt frábær. og en var lífið í góðum gýr og allt gekk frábærlega hjá okkur.
EN SVO HRUNDI ALLT.
Og heilsan ágkvað að fara í frí og hefur bara ekki komið aftur til baka.
AAllt byrjaði það með miklum verkjum í öxl og höndum, var í fyrstu talið að um brjósklos í hnakka væri að kenna, vissulega var brjóskloss á svæðinu og er enn, en margt annað hefur komið í ljós síðan og vilja læknar meinna að eitthvað annað orsaki flesta verkina en brjósklosið, meðan gerðar voru ransóknir til að reyna að finna út hvað gengi á í líkamanum hjá mér liðu vikur, mánuðir og ár hratt og nú eru kominn 3 og hálft ár og ekki komnar endanlegar niðurstöður. en á þessum tíma hef ég þurft að berjast við sjóntruflanir fall þar sem fæturnir ákváðu bara að hlíða ekki eitt augnablik og fleiri smávægilegri kvilla, ásamt því að greinast með asma og eiga harða baráttu við sykursýkina. Á morgun fer ég í enn eina ransóknina og er ég að vonast eftir að fá greiningu fljótlega eftir það, vona reyndar að greiningin verði sú að ekki sé um að ræða það sem læknarnir eru nú að skoða. en gaman væri samt að fá einhvern punkt yfir iið.
En í febrúar á þessu ári var svo ílla komið fyrir mér að vegna heilsubrest að mitt þrekk var gersamlega í rugli allgerlega niður á botninum. Ég var eitthvað skárri af verkjum og læknirin minn ávísaðu mér til Frísklivsentralen hér í Askim(heimabæ mínum) þar var mér hjálpað af stað í aukinni hreyfingu og byrjaði ég mjög smátt 1 km annan hvern dag. þarna var heilsan farinn, og þá er mikið farið það sem hélt mér á flotti var konan og strákarnir okkar tveir.
Já semsagt í janúar lok á þessu herrans ári byrjaði ég að mæta á æfingar hjá FS 2svar í viku og ganga 1-2km annanhvern dag, þetta reyndist gríðarlega erfitt í byrjun, en guð hvað þetta hefur hjálpað mikiðstrax í mars lok var ég kominn í að ganga c.a 4-5km annanhvern dag og kominn með bara nukkuð góða stjórn á sykursýkinni, en þá kom reiðarslagið, slæmar fréttir frá íslandi móður mín var orðin alvarlega veik, svo ég lagði allt sem ég var að vinna í frá mér og tók fyrstu flugvél heim til íslands, það reyndist gríðarlega mikilvæg ákvörðun, því aðeins 17 dögum síðar eða 1.7.apríl lést móðir mín eftir stutta baráttu við gríðarlega aggresívan krabba. En er ég kom svo aftur til noregs í mai tók ég aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og harða og strangar æfingar tóku við og það með gríðarlega góðum árangri, (heilsan er ekki kominn aftur en nokkur óútkljáð mál þar, eins og að fá niðurstöður úr rannsóknum og rétta greiningu á því sem er að gerast hjá mér,) nei heldur er þrekið aldeilis á uppleið og ég er farinn að ganga 12-16km hvern einasta dag, í byrjun júlí mánaðar setti ég mer það markmið að ná 100 km í júlí, eins og staðan er akkúrat núna vantar mig 9,1 km upp á það og reikna ég með að því verði lokið á morgun eða laugardag, þó markinu sé náð verður ekki stoppað þar ég mun halda áfram allan mánuðinn. Með þessu hef ég náð að fækka sykursýkislyfjum um meira en helming og vel það. Hreyfing er lífsnauðsynleg fyrir heilsuna það er allveg á hreinu.
Heilsan er samt enn stórt vandamál og mikið semen vantar upp á að ég verði vinnufær á ný, mín von og trú er að ég verði vinnufær á nýsem fyrst. en fyrst þarf þó að finna rót vandans og vinna úr henni, hingað til hafa læknar verið að skoða hitt og þetta og funndið eitthvað en þó ekkert staðfest ennþá, en ég bynd miklar vonir við að fá niðurstöðu fljótlega nú á næstu mánuðum og að það verði eitthvað hægt að gera svo ég geti farið að sinna vinnu á ný.
Heilsan er eitt það stærsta sem þú átt, án hennar er allt hitt voða lítið.
Nærum heilsuna, höldum henni við borðum rétt og hreyfum okkur eins og við mögulega getum