Það er eitt á hverju ári í lífi fólks sem aldrei bregst, það er að fésbókin lætur alla vita af afmælisdögum fólks. Er ég þar engin undantekning. það vekur miklar og góðar tilfynningar að lesa allar þessar kveðjur frá fólki sem maður þekkir mismikið og gefur sér tíma til að kasta á mann kveðju.
Ég verð að viðurkenna að mér þykir rosalega vænt um svona kveðjur og þykir gaman að fá þær, aldrei hef ég fengið jafn margar kveðjur og í ár eða vel yfir 150stk, sumar komu í gegnum einkaskilaboð en langflestar beint á vegginn minn.
Einnig langar mig að benda öllum þeim á sem bættu við “Gamli” í kveðjuna að ég er ekki orðinn AFI(AMMA) ennþá eins og flestir þeirra svo spurningin er hver er gamall 0). En í það minnsta 15 ár í svoleiðis hjá mér.
en til ykkar allra vina og ættingja sem gáfuð ykkur tíma til að kasta á mig kveðju á afmælisdaginn eða næstu daga þar á eftir vil ég bara segja eftirfarandi:
TAKK TAKK þið gerðuð daginn minn enþá betri en hann var(góður samt) með öllum þessum kveðjum, Takk fyrir mig.