Nemendur eru eitthvað sem ég veit ekki hvernig ég á að lýsa, stundum er eins og þeir vilji ekki læra séu í skóla til að gera foreldrana ánægða en ekki fyrir sig sjálfa. Það er allveg með ólíkindum hvað kemur upp í skólunum og hvernig nemendurnir taka á hlutunum og virðast telja að síminn sé aðal námsefnið. Það er nánast að það þurfi að láta þá leggja síman í læstar hyrslur sem bara kennarinn hefur aðgang að annars eru þeir með síman uppi og að skoða hann allt að 99% af tímanum.
En það er kannski ekki það versta og kannski lítið mál að afgreiða síma málinn. verra er með reykingar innan dyra þar sem þeir setja í gang brunnaviðvörunarkerfið með því að reykja innandyra. Hreinn leti þar sem þeir virðast ekki getað lyft upp töskunni,bókunum eða tölvunni ef þeir hafa leyfi til að nota hana, nema þá til þess eins að horfa á youtube video.
En þeir eru margir líka flínkir og geta gert hlutina ef þeir vilja, en eins misjafnir og þeir eru margir. En allveg hreint magnað að fylgjast með og sjá hversu stór flóran er og hve misjafnir þessir nemendur eru súmir fljúga í geng meðan aðrir strögla og en aðrir falla og hafa engu náð gegnum allan veturinn.
En það er allveg magnað að sjá hvað nemendurnir reyna til að sleppa við að gera verkefnin sín í tímum, það liggur við að stundum urfi að sitja yfir þeim allan tíman svo þeir haldi sig við verkefnið. Þetta er samt rosa skemtilegt og gaman að vinna með unglingunum sem margir hverjir eru mjög fínar persónur og eiga framtíðinna fyrirsig, þurfa bara að læra að vinna og halda sig við verkefnin.
Þegar ég var í námi í framhaldskóla þá var maður þó að fylgjast með í tímum og vann að verkefnum án þess að alltaf væri verið að sparka í rassin á manni eða setið yfir manni, þó maður hafi kannski slurfað aðein yfir heimaverkefnunum.
Maður er stundum frekkar að passa en kenna það finnst mér rosalega skrítið.
En svona er kennslan í dag.