Ég á einstaklega erfitt með mig þegar ég les fréttir af slysum/óhöppum þar sem almenningur tekur upp myndavélar, myndar aðstæður og fólk sem er mikið slasað jafnvel látið í
stað þess að hjálpa, og truflar svo björgunaraðila að störfum.
I gær drukknaði ungur drengur í svíþjóð, og kvartar lögreglan mikið undan fólki sem tók myndir af líki drengsins þegar það var tekið á land, einnig kvarta þeir undan að hafa þurft að beita mannskap í að fjarlægja fólk frá bryggju til að skapa plás fyrir björgunaraðila til að vinna og komast til og frá slysstað.
Fyrr í vetur varð árekstur strætisvagns og flutningabíls í Oslo þar sem ökumaður flutnigabílsins sat fastur í bílnum þurfti hún að upplifa að fólk tók upp myndavélar tók myndir af henni mikið slasaðri og fastri í bílnum og gekk svo burt engum datt í hug að hjálpa henni þrátt fyrir að hún grát bæði fólk um hjalp, en þetta gerðist meðan beðið var eftir að viðbragðsaðilar kæmu á staðinn.
Þetta eru 2 dæmi af fjölmörgum svipuðum aðstæðum sem gerast í heiminum á hverjum degi ásamt svo þeim sem koma að slysum en flýta sér frekar í burtu en að veita aðstoð. Það hafa komið upp nokkur svona dæmi nýlega á íslandi líka.
Þetta fólk sem hagar sér svona er að mínu mati andlega vanheilt og eða siðlaust. Mér verður hreinlega óglatt þegar ég les fréttir um svona mál fólk þarf að sýna fólki sem er slasað eða látið virðingu og láta myndavélarnar vera á slystað, fólk á alls ekki rétt á að taka myndir hvar sem er af hverju sem er. Fólk hefur alltaf rétt á að hafa sína friðhelgi og þá sérstaklega á erfiðum tímum og það ber að virða.
Þegar fólk hamlar för viðbragðsaðila getur það auðveldlega kostað mannslíf svo ekki sé talað um það þegar fólk er að þvælast um og fyrir á slystað en veitir enga hjálp ekki einu sinni fyrstu hjálp, hjálp sem kannski er lísfnauðsynleg á þeim tímapúnkti hjálp sem bjargað getur lífum. Það þori ég að fullyrða að fjöldinn allur af mannslífum hefur tapast vegna svona siðferðilegrar vanhegðunar.
Fólk sem hegðar sér á þennan hátt á að fá sektir, svona hegðun er hreinlega óásættanleg.
Það væri yndislegt ef allir virtu friðhelgi hvers annars á erfiðum tímum, veittu alla sýna aðstoð i neyð og væru ekki að hindra neyðaraðila að störfum
Slys koma ekki bara fyrir aðra maður veit aldrei hver er næstur. að gæti verið þú.