Ferðasaga

árið er 2011

Þetta árið í lok september ferðaðist ég til filippseyja. ég fór þangað nýgiftur og hress með minni yndislegu konu, fórum við á hennar heimaslóðir. í þessum pistlum um ferðalag þetta ætla ég að segja frá ferðinni og því sem bar að á þessu ferðalagi. ég mun einnig setja inn einhverjar myndir eða linka á myndasafn frá ferðinni ég tók rúmlega 1000 myndir misjafnlega góðar. í þessari ferð með okkur var systir konunar, hennar eiginmaður og sonur.

Dagur 1 28. september.

Ferðin byrjar snemma morguns í Spydeberg í Noregi, byrjað á að klára að pakka niður og allt gert klárt um kl 15 var pakkað í bílinn og keyrt af stað um kl 18 sem leið lá að Thon hótel gardemoen ca. 2ja tíma akstur þar sem við gistum fyrstu nótt. það stefndi allt í skemmtilegt og langt ferðalag.

Dagur 2 29. september.

Byrjaði snemma á flugi frá Oslo til amsterdam, þegar til amsterdam var komið þá var stutt í næsta flug frá Amsterdam til Hong kong, við urðum að hlaupa í gegnum Sciphol flugvöll höfðum ca. 2 tíma til að finna brotfara hliðið sem var allveg í hinum enda flugstöðvarinnar. en hér gekk allt vél og flugið var á áætlun um 12.13 tímum seinna lentum við í Hong kong. í Hong kong var smá bið eftir næsta flugi yfir til Manilla nýttum við þann tíma í að versla og slappa af.

er við lentum í Manilla þá byrjaði eiginlega ævintýrið, ég var stoppaður í vegabréfa eftirliti þar sem ég var víst ekki með gilt vísa, hefði víst átt að sækja um það áður en ég fór af stað. en með að sýna fram á að ég væri giftur heimamaneskju var mér gefið 6 mánaða vísa á staðnum og boðinn velkominn til landsins.

Þegar út úr flugstöðinni var komið var þröngt á þingi fólk á hverjum millimetra. og við útlendingarnir verulega vinsælir allir vildu fá að keyra farangurinn og finna fyrir okkur leigu bíl. auðvitað í von um að við myndum í staðin lauma einvherjum seðlum til þeirra. en okkar ferðafélagar (konan og hennar systir) vildu alls ekki að við afhentum farangurinn til annara, enda ekki svo víst að við myndum nokkurn tíman sjá farangurinn aftur. en í öllum hamaganginum let Roald einhvern aka farangrinum og greiddi fyrir með Hong Kong dollara. það reyndist frekar óvinsælt meðal heimamanna enda HK dollar verðlaus á filipseyjum.

Dagana áður en við komum til Manila hafði verið mikið og stórt flóð á svæðinu og reyndar um stóran hluta landsins vegna óveðurs. og því voru margir aðalvegir lokaðir óg var því ferðin frá flugvellinum niður á Kabyanhotel frekar lengri en eðlilegt hefði verið. þó við hefðum aðeins verið 5 að ferðast þá kom hálf ættin kvennana í hópnum á flugvöllinn að taka á móti okkur og því þurftum við æi tilleg til bílinn sem við höfðum reddað að finna 3 leigubíla til. ferðin að hótelinu gekk mjög vel.

Á hótelinu fengum við okkur svo að borða og buðum þeim sem komu með okkur frá flugvellinum að borða svo var bara farið upp á herbergi að sofa. það var reyndar ekki svo einfalt þar sem allir ættingjarnir komu upp á herbergi með okkur.

Á flugvellinum hitti ég í fyrsta sinn min nýja stjúpson sem þá var 5 ára. mjög lokaður og feiminn gutti.

Framhald kemur næstu daga.

One Reply to “Ferðasaga”

Comments are closed.