- Jæja og jæja En og aftur heldur lífið áfram að testa mann til hins ýtrasta.
Eins og áður hefur komið fram hef ég barist við að koma heilsunni i lag undanfarið, og áfram koma bakslöginn.
Á sunnudaginn ákvað ég að fara í stuttan göngutúr og skoðunar ferð um høy torp i mysen sem er gamalt hervirki sem á sér rætur frá 1915, Allt gekk þetta vel skemmtileg skoðunarferð um virkið gekk vel og c.a. 7 lettir km gengnir um svæðið, allt i hæga gangi, tók þessi skemmtun rétt tæpa 4 tíma. Svo var haldið heim, er heim var komið fór ég að slappast mikið og. Varð töluvert veikur eftir stutt símtal við læknavaktina varð út að sjúkrabill var sendur heim og ég fluttur á læknavaktina með honum, eftir annað stutt spjall við lækni á læknavaktinni og smá blóðprufu þar varð úr að ég var áframsendur með sjúkrabíll á sjúkrahús í Kalnes. Þar var vel tekið á móti mér og greining gekk nokkuð fljótt fyrir sig og hljóðaði hun upp á ofþornun og sýkingu en hvar sýkinginn var hefur enn ekki verið staðfest. Fyrstu nóttina mátti ég dúsa að mestu i safnher ergi þar sem sjúklingum sem komu þá nótt með sjukrabilum var safnað saman meðan fyrsta greinning fór fram. Hið nyja og flotta sjúkrahús í Kalnes er ekki stærra en það að fyrstu 10 timana uppi á deild mátti ég dúsa á gangi um ásamt fleiri sjúklingum. Nu hef ég þo fengið einkaherbergi og þjónustan er fín og maturinn er þokkalegur, reyndar hef ég litið sem ekkert getað borðað vegna lystarleysis fyrr en i dag.
En að heilsunni, þá er ég allur að skríða saman eftir tvo erfiða daga, hefur dagurinn i dag verið nokkuð góður og ég vonast til að sleppa út á morgun miðvikudag eða i síðasta lagi fimtudag.