Eins og áður sagði hefur verið mikið fjör hjá mér síðustu mánuði í júlí gekk ég yfir 130km. það er með því mesta sem ég hef gengið á einum mánuði svo ég muni.
Samt fékk ég bréf frá lækninum mínum þar sem hann ráðlagði mér að auka við hreyfinguna. Það er nú sérstakt að fá svona bréf þegar maður hefur aldrei hreyft sig og æft jafn mikið um ævina, eiginlega bara fyndið.
En fyrir tveim vikum lá ég á sjúkrahúsi og fór svo í blóðprufur viku eftir þá legu, þær prufur komu kannski ekki að óvöm, frekar ílla út og er þar ymsir hlutir sem þarf að skoða betur, meira um það síðar
En að öðru, þá hef ég tekið upp þráðinn á göngu ferðum aftur eftir sjúkrahúsvistina, miðvikudaginn í síðustu viku gekk ég ásamt nokkrum norðmönnum upp að Gravtjern í spydeberg þessi ganga var nokkuð erfið þar sem heilsan var ekkert kominn 100% á þeim tíma, þessi ganga byrjaði á að maður gekk c.a 2 km upp í mót um 100 metra hæðarmunur þá vorum við kominn að vatninu, þar stoppuðum við stutta stund og svo var haldið áfram hringinn í kringum vatnið, stigurinn þar lá í þröngum stig með frekar háu grasi frekar erfið gönguleið, þegar hringum var lokið var haldið niður aftur þessi ganga var c.a 5,5 km löng.
Mánudaginn í þessari viku var svo farið með sama hóp þó ekki allar sömu manneskjurnar þar sem gengið var frá coop í Spydeberg að skátahyttu þar í bæ sem nefnist Kvardalhytta þessi hytta er lítil rauður kofa sem er farin að láta á sjá og þarf að taka í gegn þessi gönguleið liggur fyrst eftir nokkrum vegum að og svo í gegnum skóg sem þar er skóg sem liggur um ulvásen og hylleásen þessi ganga var mér líka erfið, ég hafði farið þessa leið nokkrum vikum áður og þá var hún alls ekkert erfið en þá var heilsan betri, þessi leið er um 6,5 km löng.
svo hafa verið æfingar hjá Frisklívsenteret í Askim og ég hef mæt á þær og tekið þátt svo allt er á góðri leið á sama stað og ég var fyrir sjúkrahúsinnlögnina,-. Framhaldið verður erfitt og krefjandi akkúrat nú bíð ég eftir frekari niðurstöðum úr blóðprufum og öðrum testum og þar til þau svör koma mun ég halda mínu striki og stefni ótrauður á 100 km í þessum mánuði það verður samt frekar erfitt að ná því markmiði þarf að lágmarki 5 km á dag það sem eftir er mánaðarins, ég ætlaði út í kvöld og taka 4-5km en þreytan náði yfirhöndinni og ég varð að kasta inn handklæðinu í dag. Verð þá bara að taka 8 km í staðin á morgun.